Lokuð meðferðarúrræði til að höndla fíkniefnavandann skortir hér á landi.

Það kostar fjármuni að takast á við hvers konar vágesti þar með talið fíkniefni .  Því fyrr sem takast kann að ná einstaklingum út úr þeim vítahring sem notkun fíkniefna er því betra og ódýrara fyrir eitt þjóðfélag til framtíðar litið. Tilraunir hér á landi varðandi það atriði að fá börn með eigin vilja og foreldra í opnar meðferðir fram og til baka út og inn , sitt á hvað þar sem allir skrifa undir glaðir með viljann sem síðan endist skammt og barnið komið út úr prógramminu skömmu síðar heim aftur í neyslusamfélagið og sama saga endurtekur sig aftur og aftur, hefur gengið sér til húðar. Of mikið umburðarlyndi á þessu stigi máls er engum til góða að ég tel, og meðan foreldrar hafa yfir börnum sínum að segja sem er til átján ára aldurs þá er það lágmark að samfélagið hafi yfir að ráða lokuðum meðferðarúrræðum til að vinna úr vandanum með fagfólki að störfum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband