Málefni innflytjenda til Íslands.

Í raun má segja að ekki sé hægt að henda reiður á hver stefna stjórnvalda er í málefnum innflytjenda né heldur að yfirsýn þeirra hinna sömu sé fyrir hendi sem aftur áskapar vægast sagt stórfurðulegt ástand í þessum málaflokki. Ólíkt nágrannaþjóðum í kring um okkur höfum við lítið sem ekkert rætt málefni innflytjenda nema undir formerkjum þess að hoppa ofan í skotgrafir um rasimsa þegar umræða verður til undir formerkjum fordóma, þar sem við þykjumst svo gífurlega fordómalausir Íslendingar, að eigin mati. Þeir sem hrópa hæst um rasimsa telja sig hafa hvítþvegið hendur sínar af fordómum, eins sérkennilegt  og það nú er. Á sama tíma hækkar hlutfall íbúa af erlendu bergi brotið hátt í prósentum talið til handa voru þjóðfélagi sem  ekki telur marga fyrir. Við höfum engan veginn undirbúið okkur til þess að taka á móti þessum fjölda á svo stuttum tíma hvað varðar aðlögun svo sem kennslu í íslensku máli sem aftur varðar veg hagsmuna viðkomandi í íslensku samfélagi. ER okkur alveg sama þótt hingað flytjist fólk til búsetu sem má meðtaka lélegri kjör en við vildum sjálf meðtaka ? Hver stendur vörð um hagsmuni þessa fólks, þegar ekki má ræða málin og fólkið sjálft hefur ekki fengið kennslu í þjóðtungu vorri ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband