Búsetustyrkir í sveitum landsins til að nýta og nytja landsins gæði er hvoru tveggja tímabært og eðlilegt.

Við Íslendingar erum alltaf svo aftarlega á merinni að það hálfa væri nóg og þótt einn stjórnmálalflokkur komi með með hugmyndir og ábendingar um betri skipan mála þá er það alveg ómögulegt að sitjandi flokkar við stjórnvöl horfi á hugmyndir þess efnis sökum þess að þeirra flokkar voru ekki fyrstir með hugmyndirnar, svo fáránlegt sem það nú er. Minn flokkur hefur í mörg ár lagt til að teknir verði upp búsetustyrkir til handa fólki í sveitum sem hvoru tveggja gerir fólki kleift að aðlagast atvinnuháttabreytingum í landbúnaði sem og að notkun og nýting verðmæta svo sem íbúðarhúsnæðis á landsbyggð ásamt mögulegum búskap til heimilsnota kann að vera val einhverra um búsetu úti á landi. Slíkar aðgerðir eru því þjóðhagslega hagkvæmar til lengri tíma litið og styrkja og styðja við innviði samfélaga sem eiga undir högg að sækja.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband