Komandi kynslóðir kunna núverandi ráðamönnum vart þakkir er fram líða stundir.

Sú kynslóð sem nú er að hefja nám í framhaldsskólum landsins hefur upplifað þann kapítula í sögu þjóðar að ganga í uppeldinu gegnum markaðshyggjuþokumóðuna sem legið hefur yfir samfélaginu  þar sem markaðsþjóðfélag frelsis hefur ekki litið dagsins ljós heldur hefur sama gamla einokunarsmjörstykkinu verið skipti nokkuð jafnt millum þeirra sem á auði hafa haldið ellegar auðgast og að sjálfsögðu halda þeir hinir sömu áfram á einokunarbrautinni undir formerkjum hinnar meintu samkeppni sem engin er. Þegar stofnun hlutabréfamarkaðar í einu landi er þess eðlis sökum lélegra skilyrða í upphafi bókhaldslega að líkja má við það að nautum sé sleppt lausum úr girðingu þá stanga nautin einfaldlega allt niður sem fyrir verður í krafti fjármagnsins fyrst og fremst og stjórnmálamenn missa völd og áhrif og enda á hnjánum á bænateppinu fyrir framan fjármagnseigendurna. Hvert nýútskrifað grunnskólabarn sem hefur göngu í framhaldsskóla veit að lífsgæðakapphlaupið hefur snúist í öndverðu sína og alþjóðavæðingin byggir meira og minna á ódýru vinnuafli , nógu ódýru  alveg sama hvar það er meðan selja má drasl og græða á því.

Það er sem betur fer stutt í það að þetta unga fólk geri sig gildandi á sviði stjórnmála til að koma augunum fyrir ráðamenn sem enn vaða í villu og svíma í landi á norðurhjara veraldar þar sem fólk mun í framtíð verja lífsafkomu sína með hliðsjón af stjórnvaldsaðgerðurm sitjandi valdhafa sem ekki þora að anda á peningaöflin til eða frá af hræðslu þess efnis að tapa vinsældum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband