Formenn ríkisstjórnarflokkanna ósammála um utanríkismálin.

Í kvöld kvað við einn brestur í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðis og Samfylkingar eftir nýjasta útspil utanríkisráðherra um að kalla friðargæsluliða heim frá Írak. Forsætisráðherra kveðst ekki hefði viðhaft þessa aðgerð en lýsir því jafnframt yfir að þetta sé á valdi utanríkisráðherra. Einmitt þá vitum við það en traustvekjandi telst það ekki að menn tali tveimur tungum í hverju málinu á fætur öðru en um gjaldmiðillinn virðist ekki heldur vera samstaða millum flokkanna.

kv.gmaria.


mbl.is Geir: Hefði ekki kallað starfsmanninn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er ríkisstjórnin á vetur setjandi? Svarið verðu sífellt skýrara. N E I  !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.9.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef við skoðum þessa fyrstu 105 daga, þá sést að akkúrat ekkert hefur verið gert og eins og Geir Haarde sagði í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur allur tíminn farið í "þreifingar" (hvað svo sem það þýðir, eru menn ekki að athuga hvað þeir komast upp með?).  Ég sé ekki að ríkisstjórnin sé fær um að gera eitt né neitt því ráðherrarnir tala bara út og suður í öllum málum og ekki er samstaða um neitt.  RÍKISSTJÓRN SEM EKKI ER FÆR UM AÐ GERA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT Á AÐ FARA FRÁ STRAX!

Jóhann Elíasson, 6.9.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband