Að gjalda keisaranum það sem keisarans er.

Prósentutalan 38,54 % er það sem lengst hefur mátt finna sem hlutfall skattöku hins opinbera sem staðgreiðsluskatti af launum manna sl áratug en jafnframt hefur taka skatta hafist við upphæðina 69. þúsund gullkrónur sama tímabil. Í upphafi þessa árs ársins 2007 hækkaði skalli skatttöku i 90 þúsund gullkrónur. Persónuafsláttur hefur staðið í stað. Í minni orðabók heitir þetta ofurskatttaka sem veldur vinnuletjandi umhverfi á vinnumarkaði, vinnumarkaði þar sem launataxtar eru það lágir að þeir hinir sömu standa illa eða ekki undir stöðlum til framfærslu hvers konar. Á sama tíma og þetta ástand er við lýði hafa komið til sögu milljarðamæringar í fjármála og viðskiptageira vors þjóðfélags sem hlýtur að vera af hinu góða er það ekki, svo fremi þeir greiði skatta af sinni afkomu en hvers vegna er ekki hægt að hækka skattleysismörkin í ljósi þess ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband