Nýta má kosti einkaframtaks á öllum sviðum hér á landi, án þess að einhver þurfi að skæla um " einkavæðingargrýlu" , allt spurning um aðferðir.

Kostir einkaframtaks geta svo sannarlega nýst okkur Íslendingum í mun ríkara mæli en nú er í heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem og víðar í formi útboða á verkefnum hins opinbera með skilgreindum ramma um þjónustu sem veita skal fyrir ákveðna upphæð að teknu tilliti til faglegra þátta allra. Hvaða heil brú er til dæmis í því að sérfræðingar í heilbrigðiskerfi megi reka einkastofur með samningum við ríkið meðan heimilslæknar sem eru hluti af sama kerfi megi það ekki ? Engin. Það þarf nefnilega að finnast samræmi í aðferðum innan sama kerfis með tilliti til notkunar skattpeninga. Bráðasjúkrahús skyldu hins vegar alfarið vera á höndum hins opinbera í rekstri en þar á bæ hafa menn barist við það undanfarin ár að fá sérfræðinga í lækningum í fullt starf þar ekki hlutastarf ásamt einkastofurekstri sem er sjálfsagt og eðlilegt. Það atriði að Íslendingar skuli enn þann dag í dag  á fjölmennustu svæðum, geta gengið beint inn á stofur sérfræðinga án viðkomu á grunnþjónustustigi í heilsugæslu með tilvísun þaðan, þangað , er furðulegt fyrirkomulag og þætti ekki fyrirmynd ef farið væri út fyrir landsteina þar sem slíkt þekkist vart. Þar greiða menn hærra gjald en eigi að síður gjald sem er niðurgreitt af almannafé, en er ekki allra að greiða sökum upphæða. Á sama tíma hefst ekki undan að sinna grunnþjónustu og heimilislækna skortir til starfa á fjölmennustu svæðum því þeir hinir sömu hafa ekki sömu möguleika og kollegar þeirra sérfræðingar til starfa í sama kerfi .  Skortur á grunnþjónustu og óskilvirkni og samhæfingarleysi allra er eiga að vinna saman í einu kerfi veldur lélegri nýtingu á skattfé, því miður.

Umbóta er þörf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband