Hver er formaður Sjálfstæðisflokksins og hvar er hann ?

Það er stórfurðulegt að stærsti stjórnmálaflokkur landsins miðað við útkomu prósentulega í kosningum skuli hreint ekkert láta í sér heyra um þjóðmálin og þróun til framtíðar á Íslandi í málum öllum. Formaður Sjálfstæðisflokksins er víst forsætisráðherra sem varla heyrist né sést nokkuð af sem heitið getur nema til fyrirsvara um úrlausnir á flokkuðum vandamálum sem dúkka upp, þegar fréttamenn hafa dregið uppi svör af hálfu stjórnvalda. Væri það of mikið að óska eftir því að stærsti flokkur landsins væri sýnilegri í þjóðmálaumræðu með formann sinn þar fremstan í forsvari ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Guðrún María !

Þakka þér skörulegan pistil, þarna. Var, fyrir stundu; að skrifa um stjórnmála sóðaskapinn, á síðu minni, líklega skylt þínum góðu meiningum, að nokkru.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 02:47

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar Helgi.

Já þinn pistill  sem ég las ,var mér innblástur þessara orða minna það máttu vita .

góð kveðja.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2007 kl. 02:51

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta er satt hjá þér. Fattaði þetta bara ekki fyrr en þú sagðir það. Ingibjörg og hennar fólk á sviðsljósið. Kannski eru hinir orðnir þreyttir á þessu öllu saman en Samfylkingin er auðvitað enn gröð.

Halla Rut , 1.9.2007 kl. 03:00

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er svo mikill loddaragangur í gangi varðandi annaðhvort þegjandahátt ellegar populismablaður sem ráðamenn að það ´hálfa væri nóg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2007 kl. 03:24

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Er ekki Geir bara dæmigerður íhaldsmaður sem vill helst bara stjórna á bak við tjöldin

Georg Eiður Arnarson, 1.9.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband