Ekki furða að fylgið dali, einn segir þetta og annar hitt, um sömu mál, sitt á hvað.

Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðis og Samfylkingar hófst á því að utanríkisráðherra og formaður Samfylkingar var varla komin í stólinn þegar hún flaug til Noregs og þaðan til Afríku að mig minnir og síðan til Mið Austurlanda. Á sama tíma voru og eru samgöngumál til Vestmannaeyja í ólestri sem og til Grímseyjar en keypt var handónýt ferja til að gera upp sem orðið hefur að sögulegu dæmi mistaka á mistök ofan. Aðrir ráðherrar vilja annað hvort virkja eða vernda landið svona eftir efnum og aðstæðum umræðunnar að virðist. Samfylkingin hefur ekki haft undan að éta hattinn sinn í formi gagnrýni á fyrri ríkisstjórn sem birt var í formi kosningaloforða fyrir kosningarnar síðustu að undanskildum einum ráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjálfstæðismenn hafa látið lítið fara fyrir sér enda ánægðir að sitja við kjötkatlana líkt og fyrri daginn, en eigi að síður spilað á hörpu jafnaðarmennsku meðan samstarfsflokkurinn mátar stólana.

kv.gmaria.


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband