Frjálslyndi flokkurinn hefur varað við ágöllum fiskveiðistjórnar á Íslandi, sem komnar eru á daginn.
Laugardagur, 25. ágúst 2007
Hrun þorskstofna við landið er engin tilviljun og á sér skýringar í aðferðafræðinni sem stjórnvöld hafa ákveðið að viðhafa með núverandi kerfi fiskveiða, sem inniheldur hvata að brottkasti fiskjar sem veiddur er úr sæ og aldrei kemur fram í lönduðum afla á land og hinar ýmsu útgerðir hafa iðkað í mismiklum mæli frá upptöku þessa kerfis. Málamyndahagræðing í formi þess að leyfa framsal aflaheimilda millum útgerðarmanna hefur orsakað hrun byggða allt í kring um landið með alls konar mismunum millum þegnanna og óhagkvæmni notkunar skattpeninga á heildina litið, þar sem framsalshafar hafa ekki þurft að greiða gjald fyrir umsýsluna en skattborgarar mátt taka tollinn af afleiðingunum alveg sama hvar viðkomandi býr á landinu. Rannsóknir á lífríki sjávar hafa engar verið og allsendis ekki i samræmi við það að Íslendingar hafi afkomu sína af fiskveiðum, því fer fjarri. Samsetning fiskiskipastólsins með tilliti til afkastagetu og áhrifa á lífríki sjávar hefur heldur ekkert verið rannsakað og áhorf á stærri og stærri einingar alveg sama hver aðferðafræði við veiðar er verið sú þróun sem verið hefur. Fyrir löngu síðan hefur það verið tímabært að finna fótum sínum forráð í þessu efni og aðgæta uppbyggingu fiskistofna við landið og aðferðafræði alla en menn hafa daufheyst við ábendingum því miður og skammtímhagkvæmnisaðferðir sem bíta í skottið á sér verið viðhafðar. Mál er að linni.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Gunna, en samt berja menn enn hausnum við steininn..
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.8.2007 kl. 05:18
Það hefur verið,og er enn í dag fiskveiðiþjóðinni Íslandi til háborinnar skammar hvernig stjórnvöld hafa staðið að rannsóknum á fiskveiðum bæði hvað lítur að sjálfum fiskinum og ekki minna að sjálfum veiðunum.Þ.e.a.s veiðarfærarannsóknum.Hafrannsóknarskipin liggja heilu og hálfu mánuðina við bryggju vegna peningaskorts.Svo getur maður ekki annað en brosað að aumingaskap þeirrar stofnunar sem kennir sig við Hafrannsóknir.Allstaðar"óboðin"þorskur.Ef útreikningar fiskifræðinga væru réttir ætti Samherjatogarinn að hafa klárað allan þorsk við Grænland um daginn.Ekki branda ætti að vera eftir.Kært kvaddar
Ólafur Ragnarsson, 25.8.2007 kl. 21:30
Já Ester menn berja lengi hausnum við steininn ekki hvað sízt þegar pólítíkin á í hlut og menn geta ómögulega viðurkennt staðreyndir án þess að hafa fundið þær sjálfir.
Það er rétt Ólafur, háborinn skömm er réttnefni á aðferðafræðina.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.8.2007 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.