Framsóknarflokknum kennt um allt sem miður hefur farið, sem minnihlutaflokki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Það er nokkuð sérstakt að fylgjast með því þegar menn eru að flokka þá sem bera ábyrgð i stjórnmálum þessa lands í ljósi vægis atkvæða til handa flokkum. Framsóknarflokkurinn hefur fengið sinn skell sem samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins með langri setu í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn siglir lygnan sjó og heldur fylgi í kosningum. Að öllum líkindum má þakka það núverandi samstarfsflokki Samfylkingu sem hefur meira og minna beint sjónum sínum að Framsóknarflokknum hvað varðar pólítíska gagnrýni á stjórnvöld kanski með það að markmiði að komast til valdasetu með Sjálfstæðismönnum sem nú er raunin, hver veit ? Þótt um margt megi deila á margt verður Framsóknarflokkurinn ekki einn dreginn til ábyrgðar fyrir allt sem miður hefur farið og léleg stjórnarandstaða Samfylkingar hluti af andvaraleysi lýðræðis almennt ekki hvað síst varðandi skoðanaleysi á kerfi fiskveiðistjórnunar hér á landi þar sem við Frjálslyndir höfum nær einir borið fram hugmyndir um breytingar í því efni frá stofnun Frjálslynda flokksins.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband