Samningar til handa fólki á vinnumarkaði þurfa að innihalda kjör sem duga til lífsafkomu í voru þjóðfélagi.

Við launþegar höfum ekkert við það að gera að greiða félagsgjöld til verkalýðsfélaga og iðgjöld í lífeyrissjóði, ef fyrir það fyrsta félögin eru þess ekki umkomin að semja um laun sem nægja einstaklingi til framfærslu á hverjum tíma fyrir fulla vinnu á vinnumarkaði, sem og að lífeyrissjóðir taki sér vald til þess að skerða sjóðgreiðslur til félaga af fé sem fólk hefur innt af hendi í sjóði þessa gegnum tíðina. Hvers konar viljayfirlýsingar af hálfu verkalýðsfélaga um þetta eða hitt við stjórnvöld varðandi eða af hálfu stjórnvalda við félögin eiga EKKI erindi í samninga um kaup og kjör svo mikið er víst frekar en að ASÍ eigi að sjá um verðlagseftirlit sem er að mínu viti fáránlegt. Stjórnvöld hafa til þess tæki að mæla neysluvísitölu á hverjum tíma sem félögin hljóta að taka mið af. Ég vil fara að sjá hér alvöru leiðtoga félaga í forystu fyrir launþega þessa lands sem ganga erinda þess sem hér er áður nefnt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er ekk rétt að þú hugsir þig um að bjóða þig fram til forystu Guðrún María.

Sigurjón Þórðarson, 23.8.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta er orð i tima töluð/það vantar alveg eitthvað fútt i þetta ,eg hefi sagt það áður að Verkliðsfélögin eru ekki svipur hjá sjón ,eins og áður var,það vantar þarna sterka foristu!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.8.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hver veit Sigurjón nema maður fari að íhuga það atriði.

Já það er mikill doði á þeim bænum Haraldur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband