Við höfum svo mikið sem hendum á glæ....

í hugsunarleysi og spani. EF nýttum við hluti úr nógbrunnasæ, þá væri ekki eins mikið af skrani. Datt þetta gamla vísukorn mitt í hug eftir áhorf á þáttinn hann Gísla, Út og Suður í kvöld þar sem hann ræddi við konu  austur í Rangárþingi ,sem ræddi nauðsyn þess að nýta hlutina. Auðvitað er þetta alveg stórnauðsynleg hugsun í nútímanum, svo fremi við viljum komandi kynslóðum framtíð. " Það étur ekki mat " sagði amma mín heitin stundum þegar spekúlerað var í því hvort geyma ætti þetta eða hitt , eða henda því. Sjálf er ég haldin mikilli söfnunaráráttu á stundum um of að tel, en það skal þó viðurkennt að það hefur komið til góða, og í stað þess að henda öllu sem afi og amma eða pabbi og mamma áttu og komið hefur í manns hlut að varðveita, koma hlutirnir til þess að ganga í endurnýjun lífdaga, ef til vill sökum þess að tiskan gengur í hringi, til dæmis. Góði hirðirinn i Sorpu er gott dæmi um nýtingu og stórskemmtilegur að heimsækja.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband