Áratuga hagræðing í íslenskum sjávarútvegi sem gumað var af, gerði fyrirtæki ekki í stakk búin til þess að takast á við skerðingu afla milli ára, hvað klikkaði ?

Í raun er það hámark vanvirðingar gagnvart skattgreiðendum í landinu að telja þeim hinum sömu trú um það í mörg herrans ár að fyrirtæki í sjávarútvegi séu sterk og vel rekin og allt sé í himnalagi en síðan þegar kemur að því að afli minnkar milli ára að nokkru magni þá kemur ríkisstjórnin með sértækar aðgerðir á silfurfati hægri vinstri , líkt og mönnum hafi ekki verið færð í hendur markaðslögmál hvað varðar framsal og leigu aflaheimilda. Það hefði kanski verið ráð að grípa í taumana fyrr þannig að menn gætu ekki selt sig út úr kerfinu með milljónagróða í höndum, áður en skattgreiðendur allir skulu fara að borga sértækar aðgerðir í formi skatta ellegar breyta kvótakerfinu að öðru leyti.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband