Vondur er Bakkus en verri er Fíklus.
Laugardagur, 28. júlí 2007
Hin viðurstyggilega veröld fíkniefnaneyslu er eitthvað sem ég óska engum að kynnast, en sú er þetta ritar hefur mátt takast á við það að berjast við að koma einstaklingi út úr slíku í nokkur ár en það umhverfi sem til staðar hvað varðar fjölda manns við slíka iðju er ótrúlegt. Ósamstæð kerfi hins opinbera hvað varðar úrræði og biðlistar á ofhlöðnum stofnunum er það sem þarf einnig að berjast við. Helst þarf allt að fara til andskotans og umhverfið undirlagt áður en dyr opnast hér og þar til ýmissa bráðnauðsynlegra úrræða það þekki ég og lögreglan líka en lögreglan hjálpaði mér að koma viðkomandi inn á heilbrigðisstofnun til meðferðar við lok síðasta árs, sem virkilega þurfti þá, hafandi mátt vista viðkomandi fársjúkan í fangaklefa, aftur og aftur um tíma. Hræðslan og óttinn við fíkniefnasalana er dominerandi í voru samfélagi því miður og þöggunin alger. Þeir hinir sömu virkja hina skuldsettu þ.e neytendurna til þess að sinna þörfum markaðsins þegar hentar að ég best fæ séð og því er ánægjulegt að vita að lögregla sé með sérstakt átak til þess að sporna við slíku fyrir skemmtanahelgi þá sem framundan er. Afleiðingar ofnotkunar áfengis eru ömurlegar en afleiðingar fíkniefnaneyslu enn ömurlegri á alla lund og hinn þjóðhagslegi kostnaður af völdum þessa er mikill of mikill, til þess að hægt sé að þegja málin í hel.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Megi skjólstæðingi þínum ganga sem best.
Með hlýjum kveðjum, Ragnhildur Halldórsdóttir
Kolgrima, 28.7.2007 kl. 02:23
Þökk fyrir það.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.7.2007 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.