Megi góður Guð styrkja og styðja fólkið hans Einars Odds.

Ég votta aðstandendum Einar Odds Kristjánssonar mína dýpstu samúð, og sendi þeim kærleiksríkar hugsanir sem og frændum og vinum frá Flateyri. Það er ætíð erfitt að ganga kveðjugöngu þegar fólk hverfur brott úr þessum heimi fyrir aldur fram eins og gerðist með Einar Odd. Hann var maður sem þorði að stíga ölduna án þess að hugsa út í það , af hvaða átt vindurinn blési, fyrir það átti hann virðingu mína og margra annarra samferðamanna á stjórnmálasviðinu. Það átti jafnt við skoðanir sem hinn mannlega þátt því þegar hamfarir dundu yfir Flateyri þá reyndi hann ekki að leyna harmi sínum heldur grét með sínu fólki þær miklu hörmungar sem hrjáðu og voru miklar fyrir eitt samfélag. Megi minning um góðan dreng lifa.

Guðrún María Óskarsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband