Baráttuna gegn fíkniefnaglæpamönnum þarf enn að efla, spurning um fé skattborgara.

Það er ömurlegt til þess að vita að hér í þessu þjóðfélagi séu menn mitt á meðal okkar sem lifa og nærast á sjúklegri fíkn einstaklinga í notkun efna. Menn sem enn komast upp með það að hafa tekjur af slíkri glæpastarfssemi meðan vandamálin lenda á herðum skattgreiðenda við að´fást við að koma þeim einstaklingum sem slikum sjúkleika eru haldnir úr því ástandi. Baráttan heldur áfram við að berjast gegn slíku og fordæma þá aðila sem slíka iðju ástunda og koma þeim bak við lás og slá einum og einum og öllum á endanum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ÁTVR ekki að græða á sjúkum einstaklingum? Eigum við að útrýma því?

Kíktu til Bandaríkjanna... þeir hófu stríðið gegn fíkniefnum fyrir nokkrum áratugum og hafa farið einstefnu, bara hert baráttuna reglulega. Þegar þeir hófu stríðið þá var 1,3% þjóðarinnar háð dópi. Hafa þeir náð einhverjum árangri? Búnir að eyða trilljón dollurum og búnir að eyðileggja þúsundir mannslífa (til viðbóts við þá sem eyðileggja það með neyslu). Í raun er flestum pólitíkusum sama hvort fíkniefnabannið sé að virka eða ekki. Á meðan það er rétthugsun í samfélaginu þá borgar sig að vera því fylgjandi fyrir atkvæðin.

Tóbak er meira ávanabindandi heldur en flest ólögleg fíkniefni. Þrátt fyrir að vera löglegt þá hefur vesturlöndum tekist að minnka neysluna um helming á nokkrum árum. Það er kominn tími til þess að samfélagið átti sig á því að bannið er ekki að virka, eina sem það gerir er að koma á fleiri hörmungum í lífi þeirra sem verða háðir fíkniefnum. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 02:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Geir.

Hörmungar og afleiðingar fíkniefnaneyslu ungmenna eru flestar enn sem komið er undir yfirborðinu hér á landi og afleiðingar hinna " löglegu fíkniefna " hjóm eitt miðað við ólöglegu efnin.

Við Íslendingar erum ekki í sömu aðstöðu og Bandaríkjamenn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.7.2007 kl. 02:33

3 identicon

Óháð því þá er það hræsni að leyfa tvö sterk fíkniefni sem ríkið græðir á og á sama tíma senda lögguna á þá sem kjósa önnur efni.

Fíkniefnabannið er ein mesta lífsstílamismunun í mannkynssögunni. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband