Við skulum setja spurningamerki við aðgang tryggingafélaga að upplýsingum.

Það hefur verið rætt um það að tryggingafélög fái aðgang að upplýsingum úr ökuferilsskrám hjá lögreglu með það að markmiði að hækka tryggingar á þá er valda tjóni. Eftir að hafa velt þessu máli fyrir mér þá get ég ekki séð tilgang þess að tryggingarfélög ættu mögulega að þurfa á slíku að halda varðandi það nú þegar að umbuna þeim er aka tjónalaust ,því slík gögn eru nú þegar til staðar hjá félögunum þ.e. hverjir valda tjóni og hverjir ekki. Það dugar félögunum og ætti að hafa dugað þeim gegnum árin til þess að lækka iðgjöld á þá sem sjaldan eða aldrei valda tjóni þ.e. það sem félögin sjálf þurfa að greiða út fyrir slíku. Reyndar ætti slíkt í raun að hafa fylgt lagaboði þess arna frá upphafi. Við gætum hugsað okkur að Jón Jónsson hefði einu sinni keyrt of hratt á langri ævi en aldrei valdið tjóni, en vegna þess að tryggingafélag fengi upplýsingar um þetta atvik á ökuferli hans gæti það hækkað tryggingiðgjaldið vegna þess að félagið fengi allt í einu upplýsingar þess efnis sér til handa. Tryggingafélagið hefði fyrir löngu getað lækkað iðgjöldin á Jón vegna þess að hann hafði aldrei valdið tjóni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband