Afnema þarf kvótakerfið í áföngum eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til.
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Lögin um fiskveiðistjórn hér við land er arfavitlaus lagasetning og fyrst þegar ég komst ofan í lestur hennar árið 1998 varð það mér mikil umhugsun , hve ótrúlega vitlaus lög er hægt að semja virkilega. Lög sem eru það illa úr garði gerð að nær ómögulegt virðist það þau hin sömu nái að þjóna þeim tilgangi og þeim markmiðum sem þeim eru ætluð. Viðbætur við lögin um framsal aflaheimilda ganga gegn fyrstu grein laganna um sameign þjóðarinnar fyrir það fyrsta, en síðan voru það skilgreiningarnar varðandi undirmálsfisk og sektarákvæði þar að lútandi sem hreint og beint skylduðu menn til þess að henda fiski sem taldist undirmálsfiskur að viðlögðum sektarákvæðum. Hamagangur Fiskistofu með eftilitsmenn ofan í fiskikörum um land allt að leita að undirmálsfiski til sekta er hlægilegur í raun. Engin útgerð viðurkenndi brottkast enda menn þá glæpamenn lögum samkvæmt og ekkert gerðist fyrr en náðist að mynda brottkastið þá kom til sögu reglugerð sem heimilaði 5 % meðafla. Sektarupphæðir þ.e viðurlög við lagabrotum hefi ég kallað offar í formi laga, varðandi upphæðirnar sem voru þá rúmlega hálf milljón, sem gerði flestar minni útgerðir gjaldþrota er menn urðu uppvísir að lagabrotum. Í raun og veru er það stórundarlegt að sjómenn og útgerðarmenn skuli hafa sætt sig við þessi ólög allan þennan tíma, en markaðsdansbraskið með kvótaframsalið fram og til baka landið þvert og endilangt gerði það að verkum að menn ræddu ekkert meðan þeir græddu, en hvað svo ???? Það er deginum ljósara að kerfið þarf að stokka upp og breyta til betri vegar og það þarf að gerast nú, ekki einhvern tímann síðar.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta gmaria.
Ester Sveinbjarnardóttir, 5.7.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.