Bakkusarljóđ.

Hve mörg eru tárin sem taumlaust fljóta,

er tilvera Bakkusar tekur öll völd.

Hve mörg eru árin sem orđalaust ţjóta,

á bak viđ hans ógnţrungnu gluggatjöld.

 

Ţola og ţola en ţola samt ekki,

ţolgćđi endalaust ástin hún knýr.

Brotna loks sundur ţeir ţolgćđishlekkir,

er rökhyggjan kalda ađ manninum snýr.

 

Brynja sig stađfestu brynja sig veldi,

búast viđ Bakkusi í bardagahug.

Bjóđa honum verustađ annan ađ kveldi,

vísa honum burtu ráđum og dug.

 

Horfa út í tómiđ í hugsanaflaumi

hafa átt en tapađ ţví Bakkus er til.

Fegurđ og góđmennsku finna í draumi

fallvöld er gćfa viđ Bakkusaryl.

 

Bakkusarylur er Bakkusarhylur,

Bakkus er gleđi og Bakkus er sorg.

Bakkus er skađvaldur, barniđ ţitt skilur

ef býrđu ađ stađaldri viđ Bakkusartorg.

( úr skúffunni frá 1997 )

GMÓ.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

VÁ hvađ ţetta er flott ljóđ!!  Algjörlega meirháttar! Ég er međ gćsahúđ!

Ester Júlía, 30.6.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir ţađ.

Ţađ er svona ţegar Bakkus hefur veriđ eins og grár köttur allt hringinn í kring um mann lengi.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 30.6.2007 kl. 01:38

3 Smámynd: Hallgrímur Guđmundsson

Ţekki ţađ, ţađ er skelfilegt. Flott ort Guđrún.

Hallgrímur Guđmundsson, 30.6.2007 kl. 19:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband