Hvað mun það taka núverandi ríkisstjórn langan tíma að tengja skattleysismörk við verðlagsþróun í landinu ?

Háleitt loforðaflóð flaug fjöllum hærra í kosningabaráttunni af hálfu núverandi ríkisstjórnarflokka um það atriði að hækka mörk skattleysis en hverjar verða efndirnar ? Á ekki bara að bíða eftir því að kjarasamningar verði lausir og koma þá með töfrasprota tæknilausna á borðið sem menn geta gumað sig af sem efndum eftir á ? Mér segir svo hugur um, og því veltur ansi margt á verkalýðsforkólfum þessa lands varðandi það atriði að láta ekki einu sinni enn hafa sig út í slíkt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Fyrirgefðu Guðrún, það eru 4 ár í næstu kosningar, þú verður að bíða róleg.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.6.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já Gunna, loforð eru ekki efnd fyrr en korter fyrir kosningar!

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.6.2007 kl. 21:16

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það verður nú að halda mönnum við efnið Gunnar.

Er það ekki Ester og Hanna Birna ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband