Kyrrð og friður í sveitasælu.

Góður sumardagur hér á Suðurlandi í dag, stuttbuxur frá morgni til kvelds. smábræla í morgun en síðan einn af þessum gömlu góðu úrvalsþurrkdögum sem tíðkuðust við heyskap hér eitt sinn. Skrapp á fjöru og gekk berfætt fram fjöru fram í flæðarmál þar sem ég þvoði sandinn af tánum í Atlantshafinu. Einkar nærandi gönguferð til líkama og sálar. Set hér inn mynd eða myndir úr sveitinni minni.RIMG0023.JPG

 

og hér er önnur.RIMG0025.JPG

Er nú hálfgerður klaufi við þessar myndainnsetningar en verður maður ekki að reyna að prófa sig áfram ? Er annars að horfa á rollurnar rölta með lömbin á túninu út um gluggan sem veitir friðsæla tilfinningu í mína sál.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband