Kvenmenn ekkert betri en karlmenn, þá hefur það verið rannsakað.

Það er víst nú rannsakað að viðhorf kvenna skortir einnig til þess að leiðrétta launamun kynja í millum. Mátti svo sem vitað vera, því viðhorf er spurningin almennt , viðhorf þess efnis að setja sig jafns körlum í einu og öllu svo sem verða má. Það þýðir að að staðsetja sig í einu og öllu á þau svið sem karlar hafa einkum tileinkað sér hingað til sem mest, kynna sér mál og setja sig inn í aðferðir hvers konar hvarvetna. Sú er þetta ritar hefur tekið þátt í hagsmunabaráttu þar sem karlaveldi stéttar var um að ræða að hluta til og það atriði að tileinka sér aðferðir karlanna virkaði nokkuð vel í mínu tilviki. Það dugar ekki að blaðra út í bláinn, það verður að finna orðum stað í formlegum erindum allra handa, því meiri formlegur pappír því meiri viðbrögð. Kostar skriffinsku en skilar sér.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Margaret Thatcher sagði eitt sinn:

"Ef þú villt fá eitthvað sagt í pólitík biddu þá karlmann.En ef þú villt að eitthvað sé gert í pólitík biddu þá konu"

Ólafur Ragnarsson, 20.6.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já akkúrat.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband