Íslendingar standi utan Evrópusambandsins áfram.

Ég er alfarið andvíg aðild að Evrópusambandinu og sú skoðun mín byggist fyrst og fremst á því atriði að ég tel að við afsölum okkur þar með yfirráðum yfir svo miklum hagsmunum svo sem fiskimiðunum kring um landið að slíkt sé óásættanlegt með öllu. Það er skammt síðan við máttum þurfa að berjast fyrir okkar fiskimiðum því skyldum við ekki gleyma og allt tal um afsal sjálfsákvarðanaréttar er í því samhengi fjarstæðukennt í mínum huga. Íslenzkir stjórnmálaflokkar á Alþingi allir utan Frjálslynda flokksins hafa fjarlægst umræðu um fiskveiðistjórnun við Ísland undanfarin ár, og vart látið sig málið varða líkt og steingleymst hafi á hveru Íslendingar hafa lifað gegnum ár og aldir og lifa enn. Þessir flokkar annað hvort í stjórn eða stjórnarandstöðu hafa sameinast um að láta kerfi við lýði þróast án umhugsunar eða vitundar um annmarka hvers konar allt of lengi, þangað til í óefni stefnir en þá vilja allir gera eitthvað eins og venjulega. Við flýjum ekki í ESB með okkar vandræðagang í því efni, við leysum hann sjálf.

kv. gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband