Verkefni umhverfisráðuneytisins eru víðtæk.

Nú veltur heldur betur á því hvort hinn nýji umhverfisráðherra láti sig varða verkefni þessa ráðuneytis í víðu samhengi þ.e. einnig gagnvart íslensku hafsvæði kring um landið. Við erum ekki að byggja upp þorskstofninn hér við land og það þarf að komast að því hvers vegna svo er komið að það kerfi sem við lýði er byggir stofninn ekki upp. Eitt er ljóst að það er röskun í fæðukeðju hafsins og það eitt er vægast sagt alvarlegt mál sem ekki verður framhjá litið. Það mun þurfa fyrr eða síðar að leggja heildstætt mat á núverandi aðferðafræði við öflun sjávarfangs, með tilliti til sjálfbærni og viðhalds lífkeðjunnar í hafinu kring um landið. Við Íslendingar þurfum ekki að fljóta sofandi að feigðarósi og meðtaka sífellt minni tölur um þorskafla í einu kerfi í áraraðir án þess að vera menn til horfast í augu við endurskoðun eins stykkis kerfis alveg sama hvað kerfi slíkt kann að nefnast.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband