Kappakstur í íbúðahverfum og alls konar hundakúnstir.

Ég horfði á kappakstur út um gluggan hjá mér fyrir nokkrum kvöldum síðan alveg stórhneyksluð. Ekki nóg með það tveir bílar voru ekki bara í kappakstri heldur alls konar hundakúnstum við að keyra nálægt hver öðrum og bremsa og stoppa um tíma. Það voru tvær ferðir en ég fór út á svalir með myndavél kæmu þeir þriðju ferðina. Mér datt í hug Playstation leikur og hugsaði með mér hvort kynslóðin sem nú er að fá bílpróf geri ef til vill ekki mikinn greinarmun á ekta vélknúnu ökutæki og handstýringu bak við tölvu. Ef til vill ætti að gera það að forsendu þess að fá ökuskírteini að hafa hjólað eins og 300 kílómetra á reiðhjóli sama árið og bílpróf er tekið. Það er hins vegar ekki svo að skuldinni verði einungis skellt á unga ökumenn , margir eru til fyrirmyndar sem betur fer og þeir sem eldri eru allsendis ekki endilega hinir hvítþvegnu en of mikið er af ungum ökumönnum sem eru að missa próf vegna fíflaláta sem stofna lífi og limum fólks í hættu. Því ber þess vegna að fagna að vanvitar eru gómaðir við sinn fíflaakstur.

kv.gmaria.


mbl.is 50 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband