Endur á hverfanda hveli ?

Getur það verið að brátt heyri Andastofninn sögunni til, þegar svo er komið að Mávurinn étur egg andanna og unga einnig. Sársvangurinn vargfuglinn leitar að æti sem ekki er lengur að finna í formi  sandsílis við ströndina, og étur egg, og unga. Hvað hefur klikkað í lífkeðjunni ? Hvers vegna er sandsílið að hverfa ?  Það er núverandi dragnót sem því veldur segir mér trillukarl. Það sem eitt sinn var dragnót innihélt kaðla um það bil 13 mm, en núverandi veiðarfæri eru víst 30 mm vírmanilla, þ.e. mun umfangsmeiri ásamt því að vera nú dregin með allt að 7oo hestafla vélarafli, ef til vill allan sólarhringinn við strendur landsins, út um allt. Veiðiaðferðirnar eru hluti af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, kvótakerfinu. Það er því nokkuð áleitin spurning hvort núverandi handhafar aflaheimilda kunni að bera ábyrgð á því að sandsílið er að hverfa, sem aftur veldur því að mávurinn étur egg og unga andanna og hvað eftir verður af öndum til að gefa brauð veit enginn. Maður með byssu að plamma á sársvanga máva er varla vitræn aðferð í þessu sambandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband