Fréttamennska á Íslandi.

Fjölmiðlun er faggrein í námi þar sem námið gengur að öllum líkindum út að það atriði að viðhafa fagleg vinnubrögð hvarvetna. Þau hin sömu vinnubrögð hljóta að vera að varpa fram öllum hliðum mála varðandi hvert umfjöllunarefni og vega og meta sjónarmið viðmælenda til frásagnar. Þótt til séu frábærir fjölmiðlamenn í stéttinni sem hafa það að leiðarljósi að skýra mál til fullnustu þá verð ég að segja eins og er að margir eru skussarnir sem vaða sinn veg áfram í blindni einstefnu á einhliða frásagnir mála án þess að viðhafa gagnrýnt viðhorf gagnvart öndverðum sjónarmiðum frásagna hvers konar. Hið svokallaða markaðfrelsi hefur ekki áorkað framþróun í þessum efnum , heldur þvert á móti gert það að verkum að frásagnir af lífi fólks í formi frétta fá lítið pláss lengur innan um auglýsingaskrum markaðsmennskunnar hér á landi. Of lítið. Eignarhlutdeild einstakra aðila á fjölmiðlamarkaði hér á landi á fleiri en einum fjölmiðli,  hefur auðsýnt sínar birtingamyndir þess efnis að alls konar auglýsingamennska er notuð og nýtt til þess að auglýsa þennan fjölmiðil í hinum fram og til baka, hring eftir hring, árið um kring, og þessu landslagi hafa fjölmiðlamenn aðlagað sig meira og minna á kostnað nauðsynlegrar þjóðfélagsrýni, því miður. Gildir þar engu hvort um er að ræða ríkið eða einkaaðila á markaði er drottna og dýrka í krafti stærðar.  Þetta er slæmt og þarf að breytast.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já örugglega Hanna Birna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband