Læknar verða að standa gegn ofaustri sýklalyfja.

Frétt þess efnis að enn væri of mikil notkun sýklalyfja í gangi hér á landi og lyfjaónæmi í kjölfarið til staðar, er góð ábending frá lækninum sem kom þessu á framfæri. Það verður hins vegar ekki lagt á foreldra barna að meta þörf sýklalyfjanotkunar, það verða læknar að gera og læknar verða að standa gegn ofaustri slíkra lyfja, þeirra er hin faglega ábyrgð í þessu efni. Aðgengi fólks að sínum heimilislæknum er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir og ekki skrítið að fólk leiti á vaktir síðdegis sökum þess að þegar leita þarf læknis hittir það ekki endilega á mögulega viðtalstíma. Heilmilislæknar fara heldur ekki í vitjanir þótt viðkomandi sé fárveikur heima fyrir á dagvinnutíma þá má fólk gjöra svo vel að bíða þar til Læknavaktin opnar kl.17, ef það kemst ekki á vaktir í heilsugæsluumdæmum hér á höfuðborgarsvæðinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband