Ríkisútvarpið og hlutleysi þess í fréttaflutningi.

Það er sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem mér ofbýður fréttaflutningur á RUV hvað varðar skort á hlutleysi og í raun atlögu gegn ákveðnum aðilum í þessu tilviki sitjandi forseta Íslands sem ákvað að bjóða sig fram aftur enn eitt kjörtímabil. 

Meira og minna hefur hver aðalfréttatími snúist um vangaveltur þess efnis að þetta sé " skrítín ákvörðun " og alls konar fréttir að virðist eins og til þess að sá efasemdarfræjum allra handa.

Setningar eins og " Ekki eru allir á eitt sáttir um ákvörðun forsetans ........ " er dæmigert fyrir það hið sama.

 

Ég spyr til hvers þarf ég að borga nefskatt til þessarar stofnunar árlega ef það er ekki hægt að ganga út frá hlutleysi í fréttaflutningi ?

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki gerð nein krafa um hlutleysi en það er gerð krafa um gagnrýna fréttamennsku. Fréttamat ræður umfjöllun en ekki stefna eigenda.

En hlutleysi er heldur ekki það sem þú ert að biðja um. Þú ert að biðja um afskiptaleysi. Þú vilt ekki heyra það að ekki séu allir sammála þér. Þú vilt ekki að RUV stundi fréttamennsku. Þú vilt að RUV láti eins og Ólafur sé ekki í framboði.

Við það að gerast frambjóðandi þá breyttist staða Ólafs. Núna er hann fyrst og fremst frambjóðandi en ekki forseti. Allt sem hann gerir og segir, hefur gert og sagt, ummæli annarra og skoðanir fólks á framboði hans á erindi til almennings. 

Jós.T. (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 01:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Steinsson (Jós T.), þótt þið vinstri menn séuð á móti Ólafi Ragnari og þið farið sko ekkert leynt með það, er til nokkuð sem heitir sanngirni í umfjöllun og það virðist þið ekki vita hvað er.

Jóhann Elíasson, 29.4.2016 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband