Um daginn og veginn.

Það líður að jólum á þessu herrans ári 2015. Tíminn flýgur að mér finnst en blessuð jólin eru kærleikur og hátíð fæðingar frelsarans. Svo hækkar blessuð sólin eftir jólin og dagurinn lengist um hænufet í senn.

Þessi tími er sveipaður dulúð í minningu æskuáranna og þannig á það að vera því þessir sérstöku sveinar sem koma af fjöllum og gefa í skóinn eru allt í senn frábærir, furðulegir og uppátækjasamir.

Það er svo gott að finna barnið í sjálfum sér á þessum tímapunkti ársins og sjálf er ég mikið jólabarn.

Ég sakna þess að enginn skuli hafa innt af hendi það framtak að lesa jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum svo hægt sé að spila það fyrir ungviðið þennan tíma, en börnin elska að að hlusta á þessi kvæði lesin.

Missti af því að sjá jólasveinana koma akandi á Selfoss af Ingólfsfjalli þetta árið en það er flottur viðburður.

Vona að allir njóti jólaundirbúnings og jólahátíðarinnar sem best.

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband