Orsök byggðavandans er kvótakerfið, það er ekki flókið.

Það atriði að eitt stykki kerfisskipulags hvers konar innihaldi leyfileg skilyrði til þess að eitt sjávarþorp geti orðið án atvinnu á svipstundu vegna framseljanlegra heimilda til fiskveiða, sem kerfisskipulagið inniheldur, er lélegt skipulag sem gengur gegn þjóðarhag í heild en tryggir einkaaðilum er stunda útgerð og eru handhafar skammtímaarðsemi. Svo virðist sem ekki einu sinni myndi nægja að þorskur hreinlega hyrfi af Íslandsmiðum svo Sjálfstæðisflokkurinn sæi einhverja agnúa á þessi kerfi og teldi að þess væri endurskoðunar þörf. Samfylking og Vinstri Grænir hafa reyndar verið steingeldir varðandi gagnrýni á handónýtt fiskveiðikerfi og þess ekki að vænta að nýr stjórnarsáttmáli með Samfylkingu innihaldi annað en orðagjálfur um auðlindir og sameign með rammaáætlunum allra handa. Meðan að menn skirrast við að horfast í augu við orsök og afleiðingu þá fer sem fer.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Kvótakerfið burt sem fyrst áður en landsbyggðin þurkast endanlega út,þetta er ranglatt kerfi fundið upp af hænuhausum.

GHóður pistill GMaría.

Magnús Paul Korntop, 20.5.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er bara að minna á það daglega að það þurfi að taka upp nýtt kerfi og það eins og skot.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hittir þarna naglan á höfuðið Gmaría mín.  svo sannarlega.  Orsök byggðavandans er kvótakerfið.  Svo keppist sjávarútvegsráðherrann og varaformaður fjárlaganefndar við að reyna að segja eitthvað annað.  Mikil er þeirra reisn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jæja nefndu það bara Cesil.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband