Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki borið ábyrgð á erfiðum málaflokkum lengi.

Hví skyldi svo vera að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið sér hjá því að stjórna ráðuneytum heilbrigðis og félagsmála nær alla stjórnartíð flokksins ? Jú þau ráðuneyti eru yfirleitt þau sem eru í eldlínu gagnrýni sem ágætt er að komast hjá og kenna samstarfsflokknum um þegar líður að kosningum hverju sinni. Þetta hefur Framsóknarflokkurinn sætt sig við aftur eins hjákátlegt og það er. Hvorugur flokkurinn hefur hins vegar verið þess umkominn að stokka upp almannatryggingakerfið alla stjórnartíðina þótt öllum sé það ljóst innan flestra flokka hve nauðsynlegt það er að einfalda og færa til betri vegar þann laga og reglugerðafrumskóg sem hefur verið stagbættur í áraraðir. Allra handa þjónustugjöldum hefur verið komið inn sem kostnaði fyrir sjúklinga við leitan í heilbrigðiskerfið svo mjög að hluta fólks er ofviða ekki hvað síst þeim hópum sem lúta mega skattpíningu vegna frystingar skattleysismarka. Hluti sjúkdóma svo sem tannsjúkdómar eru ekki skilgreindir sem heilbrigðisvandamál eins furðulegt og það nú er meðan endurgreiðsla hins opinbera á pillum við öllu mögulegu vex jafnt og þétt. Endalaus vandamál við mannahald í heilbrigðiskerfinu vegna þess að spara skal aurinn en kasta krónunni í launakostnaði hefur verið viðvarandi allt kjörtímabilið.  Grunnþjónusta í formi heilsugæslu hefur ekki verið yfirfærð á sveitarstjórnarstigið eins og til stóð og lítið þokast til auka aðgengi að þeirri hinni sömu þjónustu. Heilbrigðismálaflokkurinn er sá útgaldamesti og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki axlað ábyrgð þess að hafa þar ráðherra á sínum vegum, í áraraðir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband