Evrópusambandið hendir fiski í sjóinn.

Það kom fram í fréttum Ruv í kvöld að ESB er í vandræðum með brottkast afla og einnig kom það fram aðgerðir gagnvart slíku yrðu hugsanlega sóttar til Íslands. Ég fékk nú bakfall af hlátri og velti því fyrir mér hvort við Frjálslyndir yrðum að senda Magnús Þór út til þess að hjálpa þeim að taka myndir af brottkastinu svo hægt væri að leyfa svo sem  5% meðafla að landi en það gerðist hér á landi í því kerfi sem við höfum og sannarlega er brottkastkerfi því miður.  Reyndar fór þingmaður okkar Frjálslyndra Sigurjón Þórðarson í boðsferð til Brussel ásamt  Jóni Kristjánssyni og Jörgen Nichlaesen fyrrv. sjávarutvegsráðherra Færeyja,  til þess að kynna þar breyttar hugmyndir að fiskveiðistjórnun. Svo mikið er víst að verðmætasóun sem slíka þarf að stöðva með öllum ráðum því hafið er matarforðabúr þjóða heims til framtíðar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband