Um daginn og veginn.

Nýtt ár er gengið í garð og veturinnn hefur minnt á sig síðasta mánuðinn á árinu sem var að líða hér sunnanlands sem og fyrsta mánuð þessa árs.

Það er hins vegar tekið að birta og alltaf jafn gott að finna þann mun á því hvernig dagurinn lengist smám saman eftir áramót.

Af mér sjálfri er það að frétta að ég stunda mína sjúkraþjálfun til þess að reyna að halda mínu heilsutetri í besta mögulega lagi frá tíma til tíma.

Ég geri mikið af því að prjóna frá degi til dags en það er hvoru tveggja gott og nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni, þegar maður hefur tapað vinnugetu að öðru leyti.

Ég er þakklát ef ég get verið án mikilla verkja í mínum líkama frá degi til dags, en það þýðir að passa sig sí og æ að lyfta ekki of þungu, erfiða ekki of mikið í einu, standa ekki né sitja of lengi í sömu stellingu, osfrv.

 

Og að sofa í réttri stellingu til að fá hvíld án þess að vakna með verki.

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband