Hvar er verkalýðshreyfingin ?

Aldrei þessu vant heyrist ekki múkk frá forkólfum verkalýðshreyfingarinnar í landinu. Venjulega hefur mal og mærðarhjal á vinstri vængnum einkennt yfirlýsingagleði fyrir þingkosningar en nú heyrist ekki neitt. Láglaunafólk í landinu er ekki yfir sig ánægt yfir sínum kjörum og þeir hungurlúsasamningar sem verkafólk hefur látið yfir sig ganga á annan áratug við viðtekinni venju síaukins vinnuálags samninga eftir samninga er komið að endamörkum velsæmis. Við launþegar greiðum til félaga þessara til þess að ganga erinda okkar ásamt iðgjaldagreiðslum í lífeyrissjóði sem stjórnir félaganna skipa fulltrúa í. Það er oftar en ekki hrópað hátt um lækkun skatta sem vissulega eru allt of háir en það gleymist hins vegar að ræða um þann þátt að umsamdir launataxtar séu ef til vill allt of lágir og í litlu samræmi við raunveruleika þann sem framfærsla einstaklings í voru samfélagi skal taka mið af. Grunnviðmið bóta almannatrygginga aldraðra og öryrkja hafa lengst af fylgt launatöxtum og þróun þeirra þvi áhrifavaldur á kjör þeirra sem í engu geta þó umbreytt stöðu sinni. Ábyrgð samningsaðila á vinnumarkaði er því mikil.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir hafa ef til vill ákveðið að skammast sín fyrir sinnuleysi við erlenda starfsmenn sem hingað koma í slaverí. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband