Veisla ríkisstjórnarflokkanna.

Fjármálaráðherrann núverandi ræddi á lokadögum þingstarfa um það atrið að menn kæmu ekki auga á hina miklu veislu sem að skilja mátti núverandi ríkisstjórn átti að hafa staðið fyrir. Það er ekki furðulegt að menn hafi ekki komið auga á hana, einfaldlega vegna þess að þeim sem hvað minnst úr býtum bera, var einfaldlega ekki boðið með á dansleikinn hvað þá í veisluna. Skattkerfið sem rikisstjórnarflokkarnir báðir tveir hafa staðið fyrir sér til þess. Almannatryggingakerfi sem orðið er svo flókið að enginn skilur má síst við því að tekjutengingar komi þar einnig við til viðbótar til þess að auka enn á flækjuna sem endanlega kann að kosta meira tilstand við útreikninga á grundvelli reglugerða út og suður, sitt á hvað, en það atriði að afnema þessar tengingar alfarið. Skattkerfi sem einhvern tímann átti að stuðla að jöfnuði , veður yfir eins og jarðýta hvað varðar það atriði að halda mönnum í fátæktarfjötrum og letja fremur en hvetja til vinnuþáttöku. Í því sambandi má minna á það að skattleysismörk hafa allt kjörtímabilið staðið í stað og verið mun nær skilgreiningu um fátæktarmörk en raunverulegum framfærslukostnaði vinnandi fólks í landinu. Hvaða veislu var fjármálaráðherrann að tala um ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er rétt hjá þér að skattleysismörkin eru alltof lág, þegnar landsins eiga ekki að greiða skatta af tekjum sem nægja engan vegin til að framfleyta þeim.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta ástand sem verið hefur við lýði hér í þessum efnum er ótrúlegt og "veislusaga " fjármálaráðherra, álíka Munchausen þegar hann dró sjálfan sig upp úr pytti og manni fannst fyndið, en fyndni er ekki að finna hins vegar í kjörum þeirra hópa sem þetta ástand hefur bitnað á.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband