Frelsi til atvinnu, einstaklingsfrelsið, hornsteinn mannréttinda.

Allar þær kvaðir og öll þau höft sem enn einkenna núverandi skipulag mála hér á landi í formi skatta, og skilyrða einstaklinga til atvinnusköpunar í voru landi eru að mínu viti aðferðir sem nú teljast úreltar sökum þess að slíkt telst til aðferða Ráðstjórnarríkja kommúnismans sem fallið hafa um sjálft sig og við erum ekki alveg komin til með að samþykkja sem hluta af nútima þjóðfélagsskipan. Stærri og stærri einingar í formi fabrikkuframleiðslu undir formerkjum hagkvæmni t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði ásamt einokunarmarkaðsrisum ýmis konar á öðrum sviðum sem leika sér með fjármagnið og skattalagaumhverfið á ferðalagi milli landa, er ekki eitthvað alþjóðlegt fyrirbæri sem við eigum að samþykkja sem eðlilegt si svona. Við eigum að vera þess umkomin að smíða reglur og lög þess efnis að þjóðin njóti starfssemi fyrirtækja er starfa hér á landi, og til þess þarf skattalagaumhverfið að gæta jafnræðis millum fyrirtækja annars vegar og einstaklinga hins vegar sem ekki er til staðar í dag. Svo virðist sem öfgafrjálshyggjumenn hafi gengið út yfir linuna og séu nú ágætir boðberar kommúnisma á kostnað þess frelsis sem hver einstaklingur skyldi hafa til þess að hafa atvinnu til lands og sjávar í landi sínu.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það er löngu tímabært að enduskoða marga hluti hér, til að jafna aðstöðu og réttindi borgaranna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sannarlega er það forgangsmál Cesil.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2007 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband