Samgöngumál á Suðvesturhorninu.

Getur það verið eðlilegt að ferðatími úr Hveragerði í vinnu í Reykjavík sé styttri en ferðatími íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ eða Álftanesi að morgni dags ? Það er löngu ljóst að samgöngumannvirki voru ekki undir það búin að annað hvort fjölgun íbúa ellegar fjölgun bíla á mann yrði svo mikil sem raun ber vitni ? Hvað klikkaði í samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ? Höfðu þau ekki yfirsýn yfir íbúafjölgun eða var skortur á samhæfingu aðgerða og samstarfi við ríkið ástæðan ? Hvað hafa íbúar Mosfellsbæjar mátt þola að sumri til, nema samfellda röð bíla gegnum bæjarfélagið  þjóðvegi 1. Var fólksfjölgun ef til vill of hröð, þannig að ekki hefðist undan eða klikkaði forgangsröðunardæmið ? Hefur ríkið stuðlað að því með einu eða öðru móti að efla almenningssamgöngur á þessu svæði ? Þegar stórt er spurt verður jafnan fátt um svör en samgöngur á einu atvinnusvæði í innan við 50 kílómeta radíus, eiga ekki að geta þurft að taka heila klukkustund, þann tíma hefur gleymst að meta til peninga.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband