Fyrir hvern er kvótakerfiđ hagkvćmt ?

Hvers konar hagkvćmni getur mögulega veriđ í ţví fólgin fyrir ţjóđarheildina ađ útgerđarmenn geti framselt sín á milli veiđiheimidir á einni nóttu af einu landshorni yfir á annađ , án ţess ađ til hafi komiđ gjaldtaka fyrir ţá hina sömu tilfćrslu ? Ţađ gefur augaleiđ ađ heilt sjávarţorp verđur verđlaust og eignaupptaka á sér stađ , eignaupptaka sem ekki má eiga sér stađ samkvćmt stjórnarskrá landsins mér best vitanlega. Eignaupptaka sem ekki einungis felur í sér uppbyggđ mannvirki á stöđunum, heldur einnig atvinnu fólksins. Nokkrum árum eftir ţessa ţróun mála taka útgerđarmenn til viđ ađ tala um " eignarétt " sinn á veiđiheimildum á óveiddum fiski úr sjó. Á sama tíma telja ríkisstjórnaflokkarnir ađ framsal aflaheimilda myndi " ekki óafturkrćfan eignarétt " og hlaupa til viđ ađ setja ákvćđi í stjórnarskrá sem allt fer út um ţúfur. Af hverju í ósköpunum hafa menn ekki tekiđ sig taki og leiđrétt klásúlu fiskveiđistjórnunarlaga sem leyfir framsal og leigu aflaheimilda á ţann veg ađ afnema slíkt í ţau fjögur ár sem síđasta kjörtímabil telur til ? Heigulsháttur núverandi ríkisstjórnaflokka í ţessu máli er alger.

kv.gmaria.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Ţađ mun gerast í ţessum kosningum Hanna Birna.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 20.3.2007 kl. 00:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband