Ágætu Hafnfirðingar, gefið vinstri flokkunum frí, við stjórn bæjarins.
Miðvikudagur, 21. maí 2014
Sú er þetta ritar var íbúi Hafnarfjarðar frá árinu 1998 til ársins 2012, og starfaði þar í bæ sem skólaliði í einum grunnskóla bæjarins til ársins 2010 er ég lenti í vinnuslysi í vinnu minni og varð að hverfa frá þáttöku á vinnumarkaði í kjölfar þess slyss.
Ég leigði íbúð í félagslega leigukerfinu en hafði safnað skuldum um tíma sem erfitt var að greiða úr ýmissa hluta vegna sem endaði með því að bærinn vísaði mér úr þeirri hinni sömu íbúð með tvöföldum lögfræðikostnaði á þá hina sömu skuld, þrátt fyrir það atriði að greiðsla leigu væri fyrir hendi er örorkubætur komu til sögu eftir slys það er ég hafði orðið fyrir í vinnu minni fyrir Hafnarfjarðarbæ.
Réttindagæslumaður fatlaðra átti samskipti við núverandi bæjarstjóra um mál mitt, þar sem því var lofað að fundin yrði úrlausn húsnæðislega, en það var EKKI gert.
Lögfræðingur bæjarins þ.e Húsnæðisskrifstofu situr einnig sem kjörinn fulltrúi bæjarstjórnarmeirihluta í yfirkjörstjórn m.a. sem er að mínu viti ekki góð stjórnsýsla því fer svo fjarri og löngu kominn tími til að menn taki sér tak í þessum efnum og uppfylli fullkomlega skilyrði stjórnsýslulaga um vanhæfi, varðandi verkefni fyrir bæinn og aðkomu að þeim.
Sífelldur sparnaður við rekstur grunnþjónustu s.s skóla þar sem viðkvæði var því miður að " spara aurinn, en kasta krónunni " er eitthvað sem er svo afskaplega erfitt að breyta viðhorfi gagnvart og Hafnarfjörður sem litið var til á sínum tíma sem góðu sveitarfélagi í skólamálum, hefur farið verulega aftur í þeim efnum, en sú er þetta ritar var eins og áður sagði starfsmaður bæjarins sem sannarlega lagði á sig aukaálag til þess að reyna að redda öllu sem reddað varð eins vel og mögulega mátti vera fyrir bæinn sinn, sem starfsmaður í áratug.
Það má sannarlega betur gera í Hafnarfirði þessum fallega bæ sem ég sakna svo mjög en á ekki afturkvæmt til að sinni og von mín er sú að við taki nýtt fólk í bæjarstjórn með nýja sýn og nýtt stjórnkerfi og nýja forgangsröðun.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.