Nokkur orð um geðheilbrigðiskerfi okkar Íslendinga.

Ekkert kerfi mannsins er fullkomið, hins vegar er hægt að samhæfa og þróa aðferðir til þess að betrumbæta brotalamir í kerfum mannsins öllum til hagsbóta.

Geðheilbrigðisþjónusta á Íslandi hvað bráðaaðstoð varðar er aðeins á hluta landsins þ.e í Reykjavík, ekki úti á landi, þótt full ástæða sé til að slíkt væri til staðar í hverjum landsfjórðungi. 

Þetta kostar ferðir með fólk til Reykjavíkur í þörf fyrir slíka þjónustu, sem og ferðalög aðstandenda utan af landi gagnvart sjúkum einstaklingum í þessari stöðu.

Skortur á samhæfingu kerfa gagnvart verulegum vandamálum einstaklinga er atriði sem þarf að taka til skoðunnar þar sem kerfi félagsmála sveitarfélaga, heilsugæsla og lögregla þurfa að eiga til staðar teymi sem talar sig saman reglulega og tekur á málum í stað þess að einstaklingur í vanda veltist til lögreglu og frá lögreglu í viðtöl á heilsugæslu og út úr viðtölum á heilsugæslu aftur til lögreglu sitt á hvað.

Því miður hefur tilhneyging heilbrigðiskerfis verið um of sú að reyna að flokka í sundur annars vegar fíkn og hins vegar geðsjúkdóma þótt eðli máls samkvæmt sé hið síðarnefnda oft afleiðing þess fyrrnefnda og fylgist að en sama má reyndar segja um vort félagskerfi þar sem slík flokkun á sér stað.

Vandinn leysist ekki við að skilgreina og flokka í sundur í stað þess að eygja yfirsýn á heildarmyndina sem eins og áður sagði þarfnast samvinnu allra aðila er koma að málum til úrvinnslu í erfiðum aðstæðum. 

Við skyldum ætíð gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að forða okkar ungmennum frá því að ánetjast fíkniefnum, hins vegar þegar vandi er tilkominn þarf að taka á honum af festu og samhæfingu þar sem kosta þarf til fjármunum í formi mannafla að störfum við úrlausn þeirra mála, þekking er nægileg hér á landi til þess hins sama.

Því fyrr sem komið er að málum einstaklinga því meiri von er til þess að viðkomandi nái bata.

Það á sannarlega EKKI að vera þannig að fyrst þurfi  veikur einstaklingur að rekast á umhverfi sitt áður en meðferð kemur til sögu, en því miður eru slík dæmi til staðar og sökum þess er það mjög svo nauðsynlegt að lögregla sé hluti af teymi sem koma þarf á fót með heilsugæslu og félagsþjónustu sveitarfélaga, gagnvart fullorðnum einstaklingum í vanda eins og börnum.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband