Um daginn og veginn.
Mánudagur, 6. janúar 2014
Gleðilegt ár öll sömul og þökk fyrir árið sem var að líða.
Ég hefi nú búið utan höfuðborgarsvæðisins í rúmt ár, fyrst austur í Fljótshlíð og nú á Selfossi og hefur líkað vel á báðum stöðum en það skal viðurkennt að ég sakna Hafnarfjarðar stundum, enda lifað þar og starfað í rúman áratug.
Hver og einn einasti staður hefur sinn sjarma, þannig er nú það.

Eyjafjallajökullinn fallegur á að líta úr Fljótshlíðinni.

Hafnarfjörður með Lækinn mitt nánast umhverfi, og ófáar gönguferðirnar þar um slóðir.

Selfoss er fallegur staður.með Ingóflsfjallið og útsýni í allar áttir og ekki þarf annað en ganga nokkur spor upp að íþróttavelli til að líta víðáttuna.

Eða líta út um gluggann.
Raunin er sú að fegurðin fylgir manni, bara ef maður vill koma auga á hana hverju sinni.
Því til viðbótar er ég svo heppinn að að vera í nágrenni við mína nánustu fjölskyldu hér á Selfossi sem hefur verið mér mikil hjálp í veikindabasli allra handa undanfarna mánuði.
Jafnframt eru það hlunnindi að fá að umgangast unga fjölskyldumeðlimi sem eru að vaxa úr grasi og kenna manni alltaf eitthvað nýtt hverju sinni, því tímarnir breytast og mennirnir með.
Ég tek nú til við það að byggja heilsutetrið upp að nýju á þessu ári með von um að geta gert betur en áður, eins og alltaf.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.