Öðruvísi jól þessu sinni.

Fór að heimsækja son minn inn á sjúkrahús á aðfangadag jóla, það var indæl stund sem við mæðgin áttum saman.

Ók síðan austur yfir Hellisheiði og rétt slapp yfir heiðina, áður en hvessti til muna síðdegis og þakkaði mínum sæla að sleppa við það.

Fór síðan í jólaboð til fjölskyldunnar á Selfossi og tók upp pakka með yngstu fjölskyldumeðlimum sem var einnig afskaplega indæl stund þennan aðfangadag.

Friður jólanna fyllti hjartað þegar kirkjuklukkur hringdu klukkan sex eins og svo oft áður, þessi yndislegi friður kærleikans á aðfangadag.

Aldrei þessu vant var ég því ekki í eldhúsinu í kafi að elda jólamat, og þvi öðruvísi jól en indæl eigi að síður.

Óska öllum gleðilegrar hátiðar. 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband