Um daginn og veginn.

Það hefur lítið farið fyrir athafnasemi á þessum bæ, í rúmlega mánaðartima, þar sem heilsufarsbasl hefur verið verkefnið fram og til baka, og hvers konar jólastúss nær af dagskrá.

Það þýðir víst hins vegar ekki um það að fást , maður verður að  reyna að rífa sjálfa sig upp á afturlappirnar og reyna að koma sér í mögulegt gangfært ástand svo sem frekast er unnt.

Möguleikinn til aukinnar athafnasemi líkamlega, hjálpar til við  að rífa sig upp úr hvers konar vanlíðan sálarlega sem ástand sem  þetta orsakar.

Kuldatíðin undanfarið hefur þýtt það að klæða af sér allan kulda alla daga svo kuldinn geri ekki verkjatilstand verra og langt er síðan ég hef verið eins marga daga í lopapeysu frá morgni til kvölds.

Íslenski lopinn er hins vegar það eina sem dugar í  kuldanum undanfarið, en við Sunnlendingar erum hins vegar oftar en ekki í sveifludansi hitastigsins þar sem einn og sama daginn getur hitastigið farið úr sex stiga frosti í frostlaust veður.

Staðveður er vart að finna lengur um vetur, að mér finnst  þ.e veður sem varir vikutíma, annað hvort kalt eða heitt, heldur endalausar sveiflur upp og niður. 

Blessuð jólin, fæðingarhátíð frelsarans færa manni ætíð frið og kærleik í hjarta, hvernig svo sem umgjörðin kann að vera hverju sinni.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband