Tæknilausnir nútímans. lyfjaiðnaður, sjúkdómavæðing.

Lyflækningar og framþróun á því sviði leysa margan heilsufarslegan vanda mannsins en, eins og alltaf þurfum við að vera gagnrýnin á þróun hvers konar og sú krafa nútímamannsins að fá allt í lag eins og skot líkt og að skipta um bremsuborða á bíl, er ef til vill úr hófi gengin þegar kemur að heilsunni. Svokölluð sjúkdómavæðing helst nokkuð í hendur við uppfundin lyf til lausna á vandamálum hinum ýmsu ef grannt er skoðað á sama tíma og lítil sem engin upplýsing er til staðar af hálfu yfirvalda hversu gífurlegur þjóðhagslegur sparnaður er í því fólgin að fólk geti komist hjá því að innbyrða svo og svo mikið magn af rándýrum lyfjum daglega. Ofnotkun sýklalyfja í veröldinni leiddi til dæmis af sér tilmæli Alþjóða heilbrigðismálastofnunar til lækna að minnka slíka notkun þessara lyfja því til sögu kom ónæmi fyrir lyfjunum í kjölfar þess að gegndarlaus austur átti sér stað. Röng lyfjagjöf , og samverkanir ólíkra lyja á mannslíkamann eru nú orðið að rannsóknarefni sem vandamál í kerfum mannsins, þar sem lyf spara tíma, og tíminn er peningar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já fólk þarf að hreyfa sig reglulega, nota lungun og borða rétt.  Með réttu mataræði og hreyfingu er hægt að fyrirbyggja marga sjúkdóma s.s. sykursýki II.

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.2.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband