Þingmaður og svarið er ja a áá á á á .......

Kjörnir fulltrúar á Aþingi Íslendinga eru kjörnir til að hafa skoðanir á þjóðmálum öllum þar með talið fiskveiðistjórnunarkerfi landsmanna, heilbrigðiskerfinu , stjórnkerfi hins opinbera og öllu er lýtur að stjórnmálum almennt. Þetta atriði hafa stjórnmálamenn tekið misalvarlega að mínum dómi hingað til og hluti alþingismanna aldrei tjáð sig um ákveðin málasvið sem heitið geti sem er slæmt því sá hinn sami kann að vera fulltrúi hóps manna úr ákveðnu kjördæmi sem vill að viðkomandi láti sig mál öll varða ekki bara sum. Einn er sá alþingismaður sem sker sig úr að þessu leytinu til og mér er það sönn ánægja að hampa honum en sá heitir Sigurjón Þórðarson sem ég tel einn hinn athafnasamasta þingmann í þjóðmálaumræðu allri í víðasta samhengi þess orðs frá þvi hinn sami var kjörinn alþingismaður. Sú óvenjulega athöfn átti sér stað á landsþingi okkar Frjálslyndra um daginn að hann fékk blómvönd vegna þess að hann hafði stutt við bakið á ófaglærðum í kjarabaráttu setuverkfalls þeirra hinna sömu á öldrunarstofnunum og látið sig málið varða á þeim tímapunkti sem barátta var til staðar. Geri aðrir betur segi ég .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sigurjón er topp maður.kv.

Georg Eiður Arnarson, 27.2.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband