Er glórulaus skipulagsóreiða á höfuðborgarsvæðinu ?

Þegar skipulagsframkvæmdir haldast ekki í hendur við aukningu íbúa hvað samgöngur varðar að nokkru leyti , er þá ekki um skipulagsóreiðu að ræða ? Eru kanski of margir bæjarstjórar á svæðinu ? Getur verið að þar skorti á um samvinnu hugsanlega ? Ég er ekki ein um þá skoðun að skipullag á Stór Reykjavíkursvæðinu hefði fyrir þó nokkru átt að lúta heildarmati ,þó ekki minnst á nema eitt atriði sem er samgöngur til og frá þessu svæði út úr íbúahverfum eftir samgönguæðum samtímis. Mín skoðun er sú að skortur á samvinnu og samræmingu sé ein meginforsenda misviturrar ákvarðanatöku hvoru tveggja millum sveitarfélaga sem og stjórnkerfis ríkis og sveitarfélaga og þar allsendis ekki sama hvort um kann að vera að ræða kjörna aðila í sveitarstjórnum úr sama pólítíska litrófinu og sitja við stjórnvölinn hjá ríkinu. Forðum daga minnir mig að þáverandi borgarstjóri í Reykjavík hafi þurft að berjast fyrir samgöngum í Grafarvog sem ríkið átti að taka þátt í en dró lappirnar í því efni. Slíkt er óviðunandi og slik togstreita og dellla þarf að heyra sögunni til.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband