Norðurljósin dönsuðu líka hér á Selfossi.

Án efa hafa allir landsmenn, með heiðskíran himinn,  verið þess aðnjótandi að horfa dans Norðurljósa nú kvöld, en dansinn var stórkostlegur á að líta og ætíð upplifun.

Sjálf var ég á ferð utandyra milli staða og sá dýrðina á norðurhimni hér á Selfossi, en einnig heima hjá mér, skömmu síðar, út um eldhúsgluggann sem snýr mót suðvestri.

Fegurð náttúrunnar í allri sinni mynd, en sú hin sama fegurð er svo margvísleg og allt spurning hvar við erum staðsett til þess að njóta hennar hverju sinni.

Haustlitirnir í gróðrinum heilla einnig á þessum tíma þar sem sjónarspilið og samsetningin í litadýrðinni, er fjölbreytt sem aldrei fyrr.

 

Veröldin er full af ýmsu, fagurlega gerðu,

ef þú aðeins örlítið af tíma þínum verðu. 

Til þess að lita kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér. 

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Norðurljós dansa fyrir borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband