Hvað á að gera með akstur á nagladekkjum, á auðum götum ?

Það hefur nú loksins verið dregið fram að svifryksmengunin er alvarlegt heilbrigðisvandamál en ekkert gerist varðandi það atriði svo mikið sem að íhuga aðgerðir sem hugsanlega gætu spornað við þeirri þróun að einn maður í bíl flengist fram og til baka á sínum nagladekkjum á marauðum götum innanbæjar hluta árs. Útblástursmengun er nægileg þótt ekki komi til makbiksrykið og samsull af saltdrullu því til viðbótar. Fyrir það fyrsta ætti það náttúrulega að vera sjálfsagt að hafa almenningssamgöngur ókeypis undir slíkum kringumstæðum hvað varðar bílaeign á mann sem til staðar er. Jafnframt hlýtur að þurfa að koma til stýring gegnum skattkerfið því til viðbótar sökum þess að hin gengdarlausa malbikun í hjólför hér á höfuðborgarsvæðinu ár hvert hlýtur að taka gjald af hinu opinbera sem annars væri hægt að nýta í önnur verkefni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er svo mikill umhverfissinni að ég nota heilsársdekk á minn bíl, þarf því að eins að keyra varlega þegar mesta hálkan er og snjór, en það er þess virði þegar upp er staðið.  Heilsa manna er það dýrmætasta sem þeir eiga.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.2.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já eg segji það sama hefi alltaf keyrt á ónegldu og  kemst allra mynna ferða svoleiðis á heils árs dekkjum/ Eg er mikill umkerfisinni og við lata bann naggladekin!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.2.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband